Skólaárið 2013-2014

Mér fannst íslenskan mjög pirrandi sérstaklega Mál í mótun. Yndislesturinn var skemmtilegur sérstaklega Benjamín dúfa. Ferilritun var skemmtilegt en samt mjög pirrandi. Enskan var æðisleg og mjög létt að læra. My favorite animal og My best friend var mjög létt. Stærðfræðin var oftast létt en stundum erfið. Uppáhalds stærðfræði kaflinn minn var Almennt brot. Norðurlöndin var mjög skemmtilegt að gera. Hópurinn minn fékk Danmörk til að vinna með. Við lærðum um þemakort, áttavita og fleira. Verk og list var besti tími í skólanum. Í smíði gerðum við hillur sem passa í horn. Í saumum gerðum við kodda með merki. Hjá Bergljótu teiknaði ég hljóðfæri og teiknaði nótur úr þeim. Í tónmennt var ég, Roderick, Kári og Arnar að gera rytmablús veggspjald. Í íþróttir gerðum við bípp test sem ég er ekki góður í. Við fórum líka í Tarzan leik, stinger og fleira. í Útileikjum hlupum við alltaf tvo hringi kringum skólann og svo fórum við í fullt af leikum eins og skotbolta, fótbolta, krókódíll krókódíll og fleira. Við lærðum líka um Bloggsíðuna og við blogguðum fullt af hlutum. Benjamín dúfa er uppáhaldsbókin mín. Það var prófað og skrifað um Benjamín dúfu. Mér leið vel í frímínútum. Ég spilaði fótbolta með vini mínum en oftast sat ég bara með þeim. Mér hefur liðið mjög vel í skólanum. Ég hef fékk nýjan kennara. Landafræði og Vísindi var bara æðislegt. Skemmtilegasta verkefnið sem ég hafði gert í vetur var enska. My Favorite Animal meira að segja. Það var svo létt og svo létt að það leið eins og draumur. Íslenskan var verst. Ég gat aldrei fengið yfir 8,9 Því það var svo erfitt. Landafræðin og enskan var eina sem standi upp. Því það var eina sem var létt að læra og skrifa.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband